Clairefontaine
Fyrirtækið Clairefontaine var stofnað árið 1858 og er „Clairefontaine“ eitt þekktasta vörumerki Frakklands.
Hvítlist flytur inn pappír frá fyrirtækinu, ýmist laust á palli eða pakkað.
Fyrirtækið sérhæfir sig í hágæðapappír fyrir prentsmiðjur og skrifstofur
Pappírinn er „preprint“ sem þýðir að hann verpist ekki í laser- og bleksprautuprenturum
Framleiðir breiða línu fyrir bréfsefni, laser- og bleksprautuprentun
Framleiðir mikið úrval af lituðum ljósritunar- og laserpappír í allt að 25 litum
Pappírinn er til á lager í 80 og 90 g/m2 og í ýmsum stærðum
Hjá fyrirtækinu eru umhverfismálin höfð í hávegum en árið 1988 fékk það, fyrst franskra fyrirtækja, viðurkenningu fyrir hreinsun og endurnotkun á vatni. Allur pappír sem framleiddur er hjá fyrirtækinu er 100% endurvinnanlegur.
Varðveislueiginleikar: ISO 9706
Gæðavottun: ISO 9001