Húðaður pappír
Hvítlist hefur um árabil átt samstarf við SAPPI sem er upphaflega suður-afrískt stórfyrirtæki en starfar nú um víða veröld. Sappi er stærsti framleiðandi á húðuðum prentpappír í veröldinni með framleiðslu í flestum heimsálfum. Húðaður pappír er nú á dögum uppistaðan í vinnslu prentsmiðja í hinum vestræna heimi, enda nauðsynlegur til að prentun myndefnis í litum skili sér vel.
Svonefndur ,,wood-free" pappír er einkum notaður í arkaprentvélar, en ,,wood-free" þýðir að pappírinn er unninn úr hreinni trjákvoðu. Viðarblandaður pappír (wood-containing) er fremur notaður í rúlluprentvélar.