Umhirða leðurs
Þó leður sé sterkt og endingargott efni þarf að gæta þess að halda því í sem bestu lagi.
Góð feiti og olía gera mikið gagn, en einnig fást litir, lím og ýmislegt annað sem þörf er á við vinnslu og viðhald
Leðurfeiti, Gold Quality
Unnin úr jurtaríkinu (grænmetis- og minkaolía, bývax og vaseline). Smýgur vel inn í og verndar leður.
Dósir: 190 og 1000 ml.
Leðurlitir - bæs
Fást í mörgum litum og nokkrum stærðum.
Litir: svartu, extra-svartur, brúnn, dökkbrúnn, rauðbrúnn, gulbrúnn, tan, gulur, rauður, blár, grænn og lime.
Stærðir: 60ml, 1/4, 1/2, 1/1 og 5 lítra (mismunandi eftir litum hvaða stærðir eru til)
Verkfæri til leðurvinnslu
Við bjóðum upp á mikið úrval af verkfærum í leðurvinnslu. Verkfæri til móta og sauma þykkt leður ásamt ýmsum tólum til töskugerðar.