Saga pappírs

Í Egyptalandi var farið að rita á blöð úr papírusefni þegar um 1800 fyrir Krist og um langa hríð var algengast að skrifað væri á papírus, sem undinn var upp á kefli.

Talið er að Kínverjar hafi fyrstir lært að búa til nokkurs konar pappír úr bambustrefjum og móberjatrjám u.þ.b. þremur öldum fyrir Kristsburð. Á fyrstu öld eftir Krist fer þessi þekking að berast út og berst hægt vestur um heiminn með sæfarendum og þróaðist jafnt og þétt.

Á 10. öld innleiddu Arabar pappírsgerð úr tuskum og jurtatrefjum í Evrópu. Í kjölfarið fjölgaði pappírsverksmiðjum hratt um alla Evrópu. Mið-Evrópumenn lærðu ekki að búa til pappír fyrr en á 13. öld og Noðurlandabúar enn seinna, en þar urðu þáttaskil eftir að Gutenberg fann upp prentvélina um 1440.

Árið 1798 var ár mikilla umbyltinga í pappírsiðnaði, þegar Frakkinn Nicolas-Louis Robert smíðaði fyrstu samfelldu pappírsgerðarvélina, sem ruddi brautina fyrir enn þróaðri pappírsgerðarvélar.

Efni til pappírsgerðar fæst m.a. úr:
  ♦  timbri
  ♦  tuskum
  ♦  úrgangspappír

Margar gerðir pappírs eru til með margvíslega og mismunandi eiginleika. Þeir ráðast einkum af:
  ♦  hráefnum sem notuð eru
  ♦  hvernig hráefnin eru meðhöndluð
  ♦  hvaða íblöndunarefni eru notuð
  ♦  hvernig lokavinnslu pappírsins er háttað

Umhverfismál og pappírsiðnaður
Pappírsiðnaðurinn leggur til fleiri tré en hann notar. Í Evrópu og á Norðurlöndum eru tvö til þrjú tré gróðursett fyrir hvert tré sem fellt er. Árangurinn hefur verið sá að skógar í Evrópu stækka nú jafnt og þétt í stað þess að gengið sé á þá.

Pappír
Prentvörur
Handverksdeild
pantanir
vorulisti ledurdeildar
Framurskarandi 2015