Húðaður myndapappír

Hvítlist hefur um árabil átt samstarf við SAPPI sem er upphaflega suður-afrískt stórfyrirtæki en starfar nú um víða veröld. Sappi er stærsti framleiðandi á húðuðum prentpappír í veröldinni með framleiðslu í flestum  heimsálfum. Húðaður pappír er nú á dögum uppistaðan í vinnslu prentsmiðja í hinum vestræna heimi,  enda nauðsynlegur til að  prentun myndefnis í litum skili sér vel.

Svonefndur ,,wood-free" pappír er einkum notaður í arkaprentvélar, en ,,wood-free" þýðir að pappírinn er unninn úr hreinni trjákvoðu. Viðarblandaður pappír (wood-containing) er fremur notaður í rúlluprentvélar.

                                 


                              

   Magno Star
   Hágæða þríhúðaður glansandi myndapappír 
   með fallegri áferð.

   Magno Satin
   Einstakur, flekklaus og silkimattur gæðapappír

   Magno Classic 
   Mattur myndapappír með fallegri áferð. 

   Magno Print
   „Létttimbraður“, fullhúðaður myndapappþír með 
   hátt „opaque“ (lítið gegnsæi) og er í lágum þyngdum.  

Pappír
Prentvörur
Handverksdeild
pantanir
vorulisti ledurdeildar
Framurskarandi 2015